The best and most beautiful things in the world cannot be seen or even touched – they must be felt with the heart. ~Helen Keller 

að lesa kokkabækur

Hjartanlega velkomin á harembuxur og bollastell sem er einskonar leikvöllur þar sem ég mun láta hugann,skynfærin,hugmyndir, uppátæki ....og bara stemmningu hverju sinni ráða ferðinni.  Helst heimur gleði og heilsu sem eru svo frábærlega samofin hugtök.

Á síðunni munt þú geta lesið bloggið Blog  mitt þar sé ég velti vöngum yfir því sem mér finnst áhugavert í það sinnið.  Tek það fram að ég er jú bara ég og stend fyrir það sem mér finnst og mun hvorki alhæfa neitt eða predika einhvern sannleika heldur munu skrif min endurspegla mína skoðun í hvert sinn. 

Mun setja inn uppskriftir reglulega sem verða oftar en ekki í heilsusamlegri kantinum, og oftar en ekki meira í formi  inspirationar eða hugmynda þar sem mál og vogir koma sjaldan við sögu í eldamennsku hér og því blæbrigðamunur á réttum í hvert sinn sem eldaðir.  Mun þó reyna eftir bestu að slá á mál fyrir þá sem finnst það þægilegra.uppskriftir

Þú getur líka skráð þig í frítt viðtal hér hafðu samband og skoðað hvort þú hefur áhuga á að skrá þig í program hjá Heilsumarkþjálfanum mér þar sem við skoðum vonir þínar og markmið til bætts lífsstíls og heilsu á flestum ef ekki öllum sviðum.  Lestu um það hér heilsumarkþjálfun

Sumir kunna að spyrja sig hvaðan nafnið á síðuna kemur og er því til að svara að eftir miklar pælingar, ótal nafnahugmyndir, hárreitingar ( sem skv. sumum var ekki á bætandi ;)  ), segi ég nú bara eins og er að nafnið barasta datt ofan á mig þar sem ég lá á koddanum varla búin að rífa upp glyrnurnar einn þriðjudagsmorgunn.  Svona einskonar secret - dæmi sveimérþá !!!   

Langaði til að nafnið svona svolítið lýsti stemningunni á höfundi síðunnar sem jú oft má sjá í einhversskonar harem- eða rassabuxum eins og kærastinn kallar þær ( við minna en miðlungs hrifningu )og bollastell kalla fram minningar um notalegheit og geta jú verið af öllum stærðum og gerðum og má nota þó samsett séu úr ólíkum áttum og af ólíkum gerðum.  Já.....þið kannski sjáið samlíkinguna....eða ekki og það gengur líka.  

Stafsetningavillur verða eflaust einhverjar og einhverjar slettur.  Ég vanda mig hve mest ég get en fer samt hratt yfir og ritskoða lítið....nenni því einfaldlega ekki því þá færi allur tíminn í það og þá er minna gaman og hlutirnir gerast ekki " spontant " sem passar undirritaðri  betur.  

Og hvers vegna er svo lénið mitt danskt ?  Því er til að svara að ég er lítið tölvu-eða tæknitröll og ég hef áður skipt við sömu aðila og kann þess vegna á síðuna sem sparar tíma og pirring af minni hálfu þar sem mér hentar best að gera hlutina nú og strax ....  Svo þar kom skýringin á .dk....fyrir nú utan að ég elska flest danskt eftir 10 ára búsetu þar ;)

Kíktu með ef þig lystir sem gleður mig í leiðinni.  

Ásgerður.

 

 

 

 

 

 • Fiskisúpa í útskrift

  Mömmur geta líka notið þess að slaka á og njóta útskiftadaga og sigra unganna án stress og streytu. Þannig var það í þetta sinn þegar Arnþórinn varð verkfræðingur. Austurlenska fiskisúpan frá Fylgifiskum kom sá og sigraði.
  Súrdeigsbrauð frá Bernhöft rúllur í hárið, hvítt í glasið, cohen og seinna la dolce vita með ´Páli Óskari. já svona má sannanlega líka gera það !

 • Mæðgur elda í Kóngsins Köben

  Ekki man ég hvað var í pottunum en félagsskapurinn var frábær og alltaf gaman að bralla með Áslaugu minni í pínulitlu íbúðinni þeirra skötuhjúa í Valby

 • Föstudags er pizzadags

  föstudags er pizzadags
  Hér er hún að hnoða,saxa og raða á föstudagspizzu. Stundum spelt, stundum möndlumjöl og stundum kinoa botnar....allt eftir magaóskum hvers föstudags. Uppskriftir fengnar hér og þar og heimfærðar að bragðlaukum heimilisins.

 • Útskriftarveisla í Naustó.

 • góðar minningar

  ég og kærastinn á Ítalíu alsæl ,sólbrún,með magann fullan af góðum mat og hjartað af fallegum frábærum upplifunum. 2013

 • Kveðjustund

  með foreldrunum og Arnþórinum sem þarna er að kveðja á leið á vit draumanna NY.

.................................................................................................

heildrænt-raunhæft-skemmtilegt